Sígildar sögur með myndum (en oftast stytt í Sígildar sögur) voru myndasögutímarit byggðar á hinum ýmsu heimsbókmenntum Vesturlanda. Einnig voru aðrar frægar sögur gefnar út með sama hætti. Nokkur tölublöð úr ritröðinni voru þýdd á íslensku. Fyrst voru gefin út 26 tölublöð árið 1956-1957, síðan 23 tölublöð á árunum 1987-1989.
Ritröðin hófst árið 1941 hjá útgefandanum Elliot Publishing. Sögurnar hafa síðan verið gefnar út hjá ýmsum útgáfufyrirtækjum. Fyrirtækið First Comics gaf þær út í byrjun tíunda áratugarins, Jack Lake Productions árið 2003 og síðast Papercutz árið 2007.
Íslenskar þýðingar gefnar út 1956-1957[breyta | breyta frumkóða]
|
Íslenskar þýðingar gefnar út 1987-1989[breyta | breyta frumkóða]
|