Þreföld tvenna er hugtak í körfubolta og á við um það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu (þ.e. 10 eða meira) í þremur af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum. Ef leikmaðurinn hefur tvo tugi eða meira í þremur flokkum, t.d. 20 stig, 20 fráköst og 20 stoðsendingar, er talað um tvöfalda þrefalda tvennu. Algengast er að leikmaður nái þrefaldri tvennu með tíu eða fleiri stigum, fráköstum og stoðsendingum. Hugtakið sjálft varð til þegar Bruce Jolesch, upplýsingafulltrúi Los Angeles Lakers var að lýsa fjölhæfni Magics Johnson.
Þreföld tvenna er álitin vísbending um góða alhliða frammistöðu leikmanns. Í NBA-deildinni í Bandaríkjunum eru þrefaldar tvennur tiltölulega sjaldgæfar og yfirleitt ná jafnvel framúrskarandi leikmenn ekki nema tíu á hverju leiktímabili (sem er 82 leikir). Þrefaldar tvennur eru sjaldgæfari í leikjum undir FIBA-reglum en þá eru leikir einungis 40 mínútna langir en ekki 48 mínútur eins og í NBA-deildinni.
Á leiktímabili | ||
---|---|---|
Númer | Nafn | Þrefaldar tvennur |
1 | Russell Westbrook | 193 |
2 | Oscar Robertson | 181 |
3 | Magic Johnson | 138 |
4 | Jason Kidd | 107 |
5 | LeBron James | 103 |
6 | Wilt Chamberlain | 78 |
7 | Nikola Jokic | 71 |
8 | James Harden | 67 |
9 | Larry Bird | 59 |
10 | Luka Doncic | 45 |
11 | Fat Lever | 43 |
12 | Bob Cousy | 33 |
13 | Ben Simmons | 32 |
13 | Rajon Rondo | 32 |
14 | Draymond Green | 31 |
14 | John Havlicek | 31 |
15 | Giannis Antetokounmpo | 29 |
15 | Grant Hill | 29 |
16 | Michael Jordan | 28 |
17 | Elgin Baylor | 26 |
18 | Clyde Drexler | 25 |
* gefur til kynna að leikmaður sé enn virkur
Í úrslitakeppni | ||
---|---|---|
Númer | Nafn | Þrefaldar tvennur |
1 | Magic Johnson | 30 |
2 | Jason Kidd | 11 |
3 | Larry Bird | 10 |
4 | Wilt Chamberlain | 9 |
5 | Oscar Robertson | 8 |
6 | John Havlicek | 5 |
7 | Charles Barkley | 4 |
7 | Elgin Baylor | 4 |
7 | Walt Frazier | 4 |
7 | Scottie Pippen | 4 |
7 | Tim Duncan* | 4 |
* gefur til kynna að leikmaður sé enn í starfi
Eftirfarandi eru þekkt tilvik en fleiri eru hugsanlega til.
Stig, fráköst og varin skot Þetta er næst algengasta samsetning þrefaldrar tvennu. Þessu afreki hefur verið náð að minnsta kosti 46 sinnum á síðustu 22 árum. Nokkrir leikmenn hafa náð þessu afreki oftar en einu sinni.
Stig, stoðsendingar og stolnir boltar
Stig, fráköst og stolnir boltar
Stig, stoðsendingar og varin skot
Fráköst, stoðsendingar og varin skot
Fráköst, stoðsendingar og stolnir boltar
Þrefaldar tvennur sem ekki hafa sést