Allium cernuum er með beran , grannan keilulaga lauk sem mjókkar í nokkur kjallaga , graslík blöð, 2 til 4mm breið.
Hver fullþroska laukur er með stakan blómstrandi blómstöngul, sem endar í lútandi blómskipun með hvítum eða bleikum blómum. Blómin koma í júlí eða ágúst (júní-júlí á Íslandi). Þau eru bjöllulaga, um 5 mm í þvermál, bleik eða hvít með gulum frjókornum og gulum fræflum. Þessi tegund myndar ekki æxlilauka í blómskipuninni.
Blómin þroskast í kúlulaga, "crested" fræhylki sem síðar opnast og sýna gljáandi dökk fræin.[1][6][7][8][9][10][11][12]
Allium cernuum er ætur og er með sterkt laukbragð, og hefur oft verið notaður til matar.[13] Hann er ræktaður víða vegna blómfegurðar og harðgeris.[14]
↑Gleason, H. A.; Cronquist, A.J. (1991). Manual of the Vascular Plants of Northeastern United States and Adjacent Canada (2. útgáfa). Bronx: New York Botanical Garden. bls. i–910.
↑Cronquist, A.J.; Holmgren, A. H.; Holmgren, N. H.; Reveal, J. L. (1977). Cronquist, A.J.; Holmgren, A. H.; Holmgren, N. H.; Reveal, J. L.; Holmgren, P. K. (ritstjórar). Vascular Plants of the Intermountain West, U.S.A. bls. 1–584.
↑Hitchcock, C. H.; Cronquist, A.J.; Ownbey, F. M.; Thompson, J. W. (1969). „Vascular Cryptogams, Gymnosperms, and Monocotyledons“. Í Hitchcock, C. L. (ritstjóri). Vascular Plants of the Pacific Northwest. 1. árgangur. Seattle: University of Washington Press. bls. 1–914.
↑Radford, A. E.; Ahles, H. E.; Bell, C. R. (1968). Manual of the Vascular Flora of the Carolinas. Chapel Hill: University of North Carolina Press. bls. i–lxi, 1–1183.
↑Moss, E. H. (1983). Flora of Alberta (2. útgáfa). Toronto: University of Toronto Press. bls. i–xii, 1–687.
↑Barstow, Stephen (1976). Around the world in 80 days. Hampshire UK: Permanent Publications. bls. 191–2.