Kristbjörg Kjeld | |
---|---|
Fædd | Kristbjörg Þorkelína Kjeld 18. júní 1935 Reykjavík á Íslandi |
Þjóðerni | Íslensk |
Skóli | Flensborgarskóli Leiklistarskóli Þjóðleikhússins Leiklistarskóli Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn Kennaraháskóli Íslands |
Störf | Leikkona |
Ár virk | 1955-í dag |
Maki | Guðmundur Steinsson (g. 1962-1996) |
Börn | 2 |
Foreldrar | Jóna Guðrún Finnbogadóttir Kjeld (1911-1994) Jens Sófus Matthíasson Kjeld (1908-1980) |
Kristbjörg Þorkelína Kjeld (f. 18. júní 1935) er íslensk leikkona fædd í Reykjavík. Kristbjörg er ein þekktasta og reynslumesta leikkona landsins en leikferill hennar spannar tæp 70 ár en hún steig fyrst á svið árið 1955.
Kristbjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp í Innri-Njarðvík til fermingaraldurs en fluttist þá til Hafnarfjarðar og hóf nám við Flensborgarskóla.[1] Foreldrar Kristbjargar voru Jóna Guðrún Finnbogadóttir Kjeld (1911-1994) húsmóðir og Jens Sófus Matthíasson Kjeld (1908-1980) smiður fæddur í Færeyjum.
Kristbjörg lauk námi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1958 og var áheyrnarnemandi við Leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn frá 1959-1960. Árið 1992 lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræðum frá Kennaraháskóla Íslands.
Kristbjörg gekk í hjónaband með Guðmundi Steinssyni (1925-1996) leikritahöfundi árið 1962. Þau eignuðust eina dóttur, Þórunni (f. 1974) sem þau ættleiddu frá Kolumbíu árið 1974 en fyrir átti Kristbjörg soninn Jens Guðjón (f. 1954).[2][3]
Eftir að Kristbjörg lauk námi við Flensborgarskólann starfaði hún um tíma í verslun í Hafnarfirði og á skrifstofu leigubílastöðvarinnar Hreyfils.[4]
Leikferill hennar spannar tæp 70 ár en fyrsta hlutverk hennar var þegar hún var 15 ára gömul og lék heimskonu í verkinu Aumingja Hanna sem sýnt var hjá áhugaleikfélagi í Hafnarfirði.[1] Hún var fastráðinn leikkona í Þjóðleikhúsinu frá 1957-2005 en hefur einnig leikið í Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og Frú Emilíu. Hún var einn af stofnendum leikhópsins Grímu árið 1962 og leikstýrði með hópnum. Á árunum 1986-1998 var hún kennari við Leiklistarskóla Íslands.
Kristbjörg hefur leikið í fjölda íslenskra kvikmynda og meðal þekktustu hlutverka hennar má nefna hlutverk í kvikmyndunum 79 af stöðinni árið 1962 og í Mamma Gógó árið 2010.
Hún lét af störfum hjá Þjóðleikhúsinu vegna aldurs árið 2005 þá sjötug en frá þeim tíma hefur hún leikið í fjölda verka á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum.
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk |
---|---|---|
1962 | 79 af stöðinni | Gógó |
1980 | Punktur punktur komma strik | Ásta |
1985 | Draugasaga | Móðir Elsu |
1988 | Glerbrot | |
Í skugga hrafnsins | Sigríður | |
1989 | Flugþrá | Mamma |
Kristnihald undir jökli | Hnallþóra | |
1990 | Englakroppar | Kvenfélagsformaðurinn |
1993 | Svanur | |
1995 | Einkalíf | |
1996 | Sigla himinfley | Lisbet |
1997 | Stikkfrí | Amma Hrefnu |
2000 | Fíaskó | Eldri kona með alzheimer |
2001 | No Such Thing | Nurse Joan |
Mávahlátur | Amma | |
2002 | Hafið | Kristín |
Reykjavik Guesthouse: Rent a bike | Ingibjörg | |
Ferðin | Amma | |
2004 | Kaldaljós | Álfrún |
2006 | Börn | |
Mýrin | Katrín | |
2008 | Sveitabrúðkaup | Brynhildur |
2010 | Mamma Gógó | Gógó |
Kóngavegur | María | |
Réttur | Guðfinna | |
2013 | Hross í oss | Hildur |
Áramótaskaupið | ||
2014 | Ein Sommer in Island | Álfrún Grímsdóttir |
2015 | Þrestir | Amma |
2016 | Sundáhrifin | Auður |
2017 | Fangar | Herdís |
2018 | Steypustöðin | |
2021 | Zack Snyder's Justice League | Gömul íslensk kona |
Alma | ||
2022 | Summerlight... and Then Comes the Night | Helga |
Á ferð með mömmu | Mamma | |
2023 | Óráð | Þóra |
Afturelding | Hildur | |
Kuldi | Lilja eldri |