Sólstafir er íslensk þungarokks- eða post-metal-sveit sem stofnuð var árið 1995.
Sólstafir var stofnuð af þremur vinum, þeim Aðalbirni Tryggvasyni, Halldóri Einarssyni og Guðmundi Óla Pálmasyni í Janúar árið 1995. Seinna sama ár hljóðritaði hljómsveitin fyrstu hljóðsnældu sína "Í norðri" og við enda ársins tók hún upp seinni hljóðsnældu sína "Til Valhallar". Sólstafir voru þá undir miklum svartmálmsáhrifum Þegar leið á tíunda áratuginn jukust vinsældir sveitarinnar í Evrópu og hljómsveitin fór í hljómleikaferðalag um álfuna. Þegar þarna var komið hafði hljómsveitin breytt tónlistarstefnu sinni, látið af þyngri stíl og farið í meiri tilraunamennsku. Lagið Fjara náði talsverðum vinsældum.
Árið 2015 var Guðmundi Óla Pálmarssyni, trommara, vikið úr sveitinni. Guðmundur birti yfirlýsingu vegna þessa á netinu [1]