Sikileyjarvörn, Najdorf afbrigði

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
e7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Sikileyjarvörn, Najdorf afbrigði:
Leikir: 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 a6
ECO kóði: B90-B99

Najdorf afbrigði Sikileyjarvarnar eru algengust upphafsleikir skákar nú til dags. Afbrigðið er gríðarlega vinsælt meðal stórmeistara og byrjunin er sú mest rannsakaða af öllum skákbyrjunum. Byrjunin er nefnd eftir pólsk-argentínska stórmeistaranum Miguel Najdorf. Grunnstaða Najdorf afbrigðis kemur upp eftir leikina:

1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6

Þrátt fyrir að afbrigðið sé nefnt eftir Miguel Najdorf þá var hann ekki fyrstur til þess að setja það fram. Það var tékkneski alþjóðlegi meistarinn Karel Opočenský sem var fyrstur til þess að beita hinni byltingarkenndu hugmynd 5...a6 þar sem ...e5 er væntanlegur leikur. Rannsóknir Najdorfs á byrjuninni urðu til þess að það var nefnt eftir honum. Á þessum tíma var Argentína stórveldi í skák og meðlimir argentínsku sveitarinnar rannsökuðu og beittu Najdorf afbrigðinu óspart sem varð til þess að afbrigðið varð einskonar tískubylgja í skákheiminum. Það var þó fyrsta skák Najdorfs með afbrigðinu sem kveikti almennan áhuga á því enda var Najdorf með bestu skákmönnum heims og skákirnar hans fóru ekki framhjá mörgum.

A. Rico - M. Najdorf Argentínu, 1948

[breyta | breyta frumkóða]

1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 a6 6.Be2

Klassíska afbrigðið af Najdorf afbrigðinu (6.Be2).

6...e5 7.Rb3 Be6

Nú til dags er yfirleitt leikið 7...Be7 þar sem ...Bb7 er mögulegur leikur.

8.0-0

Besta leið hvíts til þess að takast á við 7...Be6 er 8.f4 Dc7 9.g4!. Þessu var þó ekki leikið fyrr en 1972 af stórmeistaranum Julio Kaplan.

8...Rbd7 9.f4 Dc7 10.f5 Bc4 11.Bd3?!

Vafasamur leikur. Karpov stakk upp á 11.a4 sem virðist nærri lagi.

11...b5 12.Be3 Be7 13.De2 Hc8 14.Hac1 0-0 15.Rd2 d5! 16.Bxc4 dxc4 17.a3 b4 18.axb4 Bxb4 19.g4? Bxc3 20.bxc3 Dc6 21.Dg2 Rc5 22.Bxc5 Dxc5+ 23.Kh1 Hfd8 24.De2 h6 25.Ha1 Dd6 26.Hfd1 Dc6 27.Kg2 Hd6 28.h3 Hcd8 29.Kf3 Dd7 30.Ke3 Re8!31.Ha5 Rc7 32.Hxe5 Rb5 33.Hd5 Hxd5 34.exd5 Rxc3 35.Df3 Rxd1+ 0-1

Hvítur hefur fjöldamarga valmöguleika á sjötta leiknum sínum en þeir helstu eru Klassíska afbrigðið 6.Be2, gamla aðalafbrigðið, 6.Bg5, Fischer árás, 6.Bc4 og ensk árás, 6.Be3/6.f3. Afbrigðin sem nefnd eru hér eru í vinsældarröð samkvæmt ChessBase þann 22.nóvember 2009.

Klassíska afbrigðið, 6.Be2

[breyta | breyta frumkóða]
abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
e7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
e2 hvítur biskup
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Opocensky afbrigðið sögufræga

Þetta er einnig oft nefnt Opočenský-afbrigðið eftir tékkneska stórmeistaranum Karel Opočenský. 6.Be2 gefur færi á mjög rólegri stöðu þar sem hugmynd hvíts er að hrókera kóngsmegin. Margir af færustu skákmönnum sögunnar hafa beitt þessu afbrigði og mætti einna helst nefna Anatoly Karpov sem beitti afbrigðinu nánast undantekningalaust en nú til dags er það ekki jafn algengt. Margir af bestu skákmönnum heims beita afbrigðinu af og til og mætti helst nefna Garrí Kasparov, Alexei Shirov, Vladimir Kramnik, Viswanathan Anand og Peter Leko. Til þess að tefla Opočenský-afbrigðið er mikilvægt að hafa góðan skilning á stöðunni frekar en að leggja á minni sjálfstæðar línur, eins og raunin reynist í gamla aðalafbrigðinu. Í rúmlega 22% af skákum sem hefjast með Najdorf er Opocensky afbrigðið teflt.

Elsta skráða skák þar sem afbrigðið er tefld er skákin Lewis Isaacs - Abraham Kupchik [1] frá árinu 1928 og varð framhaldið 6...b5 en nú til dags eru tvö helstu afbrigði; 6...e6 sem breytist í Scheveningen afbrigði sikileyjarvarnar og 6...e5 sem er algengara.

Eftir 6...e5 er eini góði kosturinn að leika 7.Rb3 og eftir 7...Be7 hefur hvítur fjöldamarga kosti og þar má nefna sem dæmi 8.0-0, 8.Be3, 8.Bg5, 8.a4 eða jafnvel 8.g4!?.

Gamla aðalafbrigðið, 6.Bg5

[breyta | breyta frumkóða]

Gamla aðalafbrigðið (enska: old main line) gerir hvítum kleift að setja upp mjög árásargjarna stöðu enda hafa flestir leitað í þessu afbrigði við hinu fullkomna svari við Najdorf afbrigðinu og nánast engin lína hefur verið rannsökuð jafn mikið og þetta. Samt sem áður tóku vinsældir afbrigðisins að dvína á 9. áratug 20 aldar og þá tók klassíska afbrigðið við sem helsta svarið við Najdorf afbrigðinu, en seinna enska árásin. Í rúmlega 22% skáka þar sem teflt er Najdorf afbrigðið er haldið áfram eftir gamla aðalafbrigðinu. Eftir 6...e6 7.f4 er helst leikið 7...Be7. Af stórmeisturum er hins vegar helsta valið 7...Db6!? sem gengur undir nafninu „eitraða peðs afbrigði" (enska: poisoned pawn variation). Þá býðst hvítum sá möguleiki að bjóða svörtum eitraða peðið með því að leika 8.Dd2 eða hafna því með 8.Rb3 Mikilvæg afbrigði eru einnig 7...Dc7, 7...Rbd7, hið flugbeitta Polugaevsky afbrigði 7..b5?! og hið sögufræga Gautaborgar afbrigði sem kemur upp eftir 7...Be7 8.Df3 h6 9.Bh4 g5!?

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
g5 hvítur biskup
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
f4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 svört drottning
c2 hvítt peð
d2 hvít drottning
e2 hvítur biskup
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
e1 hvítur konungur
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Svartur þiggur eitraða peðið. Staðan kemur upp eftir 6.Bg5 e6 7.f4 Db6 8.Dd2 Dxb2

Þrátt fyrir nafn afbrigðisins var það ekki teflt fyrr en árið 1939 í keppni landsliða á ólympíukeppninni í skák sem fram fór í Buenos Aires. Í viðureigninni Christian Poulsen (Danmörku) - Miguel Najdorf (Argentínu) var svo afbrigðið fyrst teflt þar sem sjálfur Najdorf, sem Najdorf afbrigði heitir eftir, var með svart.[2]

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
d8 svört drottning
f8 svartur hrókur
g8 svartur konungur
d7 svartur riddari
e7 svartur biskup
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
e6 svartur biskup
f6 svartur riddari
b5 svart peð
e5 svart peð
e4 hvítt peð
g4 hvítt peð
b3 hvítur riddari
c3 hvítur riddari
e3 hvítur biskup
f3 hvítt peð
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
d2 hvít drottning
h2 hvítt peð
c1 hvítur konungur
d1 hvítur hrókur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Ensk árás: 7.Rb3 Be6 8.f3 Be7 9.Dd2 0-0 10.0-0-0 Rbd7 11.g4 b5

Ensk árás, 6.Be3/6.f3

[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið kemur frá ensku stórmeisturum John Nunn, Nigel Short og Murray Chandler sem voru fyrstir til að rannsaka og beita ensku árásinni en hún hafði verið notuð gegn öðrum sikileyjarvörnum og þá sérstaklega drekaafbrigðinu. Þrátt fyrir að árásin hafi ekki komið fram á sjónarsviðið fyrr en á 9. áratugnum líta stórmeistarar nútímans á ensku árásina sem besta svarið við Najdorf afbrigðinu. Í rúmlega 23% allra skáka þar sem teflt er Najdorf afbrigði er tefld ensk árás en síðustu ár hefur sú tala snarhækkað.

Hugmynd hvíts er að skipa mönnunum sínum á eftirfarandi hátt: Be3, f3, Dd2, 0-0-0, g4 og svo heldur árásin áfram með sókn peðanna á kóngsvæng.

Svartur hefur tvo helstu möguleika á vali sjötta leiksins; 6...e6 sem breytist í stöðu sem kemur upp í Scheveningen afbrigði og svo 6...e5 þar sem bæði 7.Rf3 og 7.Rb3 eru viðeigandi en 7.Rb3 er þó mun algengara á öllum styrkleikastigum. Dæmigert framhald af 7.Rb3 væri 7...Be6 8.f3 Be7 9.Dd2 0-0 10.0-0-0 Rbd7 11.g4 b5. Hér sést vel hvernig hvítur sækir fram á kóngsvæng og svartur gerir gagnárás á drottningarvængnum, og er það nokkuð algilt yfir sikileyjarvörn.

Enska árásin var fyrst tefld árið 1955 á slóvakíska meistaramótinu í skákinni Ivanco - Zobel.[3] Þar er árásin tefld samkvæmt óhefðbundinni leikjaröð og skákin sjálf mætti flokkast sem afurð viðvaninga. Skák með ensku árásinni má nú finna á nánast hverju einast skákmóti og allir af bestu stórmeisturum heims nota hana reglulega og í þeim hópi eru t.d. Viswanathan Anand, Garry Kasparov, Vaselin Topalov, Vladimir Kramnik, Alexander Morozevich og Peter Svidler og hér mætti lengi áfram telja.

Fischer árás, 6.Bc4

[breyta | breyta frumkóða]
abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
b3 hvítur biskup
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Aðalafbrigði Fischer árásar eftir 6.Bc4 e6 7.Bb3

Þetta er, eins og gamla aðalafbrigðið, ein af árásarlínum hvíts gegn Najdorf. Afbrigðið er nefnt eftir Bobby Fischer en það er einnig oft talað um Fischer-Sozin árás sem finnst í mörgum afbrigðum sikileyjarvarnar. Af skákum þar sem leikið er Najdorf afbrigði er tefld Fischer-Sozin árás í um 14% þeirra.

Afbrigðið var fyrst notað ítrekað af Veniamin Sozin Afbrigðið átti vafalaust blómaskeið sitt þegar hann og samtímamenn hans tefldu afbrigðið. Þegar afbrigðið var teflt sem mest þróuðust svo öflug varnarkerfi gegn því að á næstu áratugum sást það sjaldan af stórmeisturum en hélt þó vinsældum sínum á lægri styrkleikastigum. Árið 1993 endurheimti línan þó vinsældir sínar að einhverju leyti og má þakka skákinni Short - Kasparov þar sem Kasparov lenti í miklum vandræðum með línuna.[4]

Eftir 6.Bc4 leikur svartur 6...e6 og þá er hinn sveigjanlegi 7.Bb3 lang vinsælasti kostur hvíts.

Önnur afbrigði

[breyta | breyta frumkóða]
abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
d7 svartur riddari
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
f6 svartur riddari
e5 svart peð
e4 hvítt peð
f4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
f3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
g2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
6.f4 e5 7.Rf3 Rbd7

Hvítur hefur þann valmöguleika að leika sjaldséðari afbrigðum sem eru ekki nauðsynlega síðri. Þau er heldur notuð til þess að koma andstæðingnum á óvart eða til þess að fá upp stöðu sem andstæðingurinn þekkir ekki eins vel. Ástæðan fyrir því að þessi afbrigði eru minna tefld sú að fundið hefur verið mótsvar við þeim. Hér verður fjallað stuttlega um slík afbrigði en þau eru:

Þetta er vinsælast af afbrigðunum í þessum flokki og er það teflt í rúmlega 7% skáka þar sem teflt er Najdorf afbrigði. Afbrigðið er tíður gestur í skákum stórmeistara og hefur verið notað af t.d. Garrí Kasparov, Alexander Morozevich og Vassily Ivanchuk.

Hugmyndin á bak við 6.f4 er að vinna pláss kóngsmegin á borðinu og að geta leikið riddaranum aftur á f3 án þess að fara í veg fyrir f-peðið. Dæmigert framhald væri því 6...e5 7.Rf3 Rbd7. Svartur leikur b5 og Bb7 til þess að vinna svæði drottningarmeginn og setja pressu á e-peð hvíts þar sem ekkert peð er tiltækt til þess að valda það sem gerir það að auðveldu skotmarki svarta biskupsins á b7.

Þetta afbrigði er teflt í um 3,7% þeirra skáka þar sem teflt er Najdorf afbrigði. Afbrigðið reyndist árangursríkt í höndum ensku stórmeistaranna Nunn, Chandler og Short á 9. áratug tuttugustu aldar en vinsældir þess tóku svo að dvína eftir svarið 6...Rc6 fylgt eftir með 7...e5 eða 7...g6.

Zagreb afbrigðið, 6.g3

[breyta | breyta frumkóða]
abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
f6 svartur riddari
e5 svart peð
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
g3 hvítt peð
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Zagreb afbrigðið eftir 6...e5. Hér eru bæði Rb3 og Rde2 við hæfi

Bestu skákmenn heims hafa margir lent í erfiðleikum þegar þeir mæta 6.g3 afbrigðinu sem einnig hefur verið kallað Zagreb afbrigði eða fianchetto afbrigði. Zagreb afbrigðið er virkilega flókið og þörf er á miklum taktískum sem og strategískum skilningi til þess að ná árangri með afbrigðinu. Margir sögufrægir skákmenn hafa beitt afbrigðinu og ber helst að nefna Kasparov, Leko, Adams og Karpov. eftir 6...e5 er talið best að leika 7.Rde2 en þó er mögulegt að leika 7.Rb3!?.

Þetta afbrigði sést nánast aldrei leikið af stórmeisturum en kemur þó upp af og til af skákmönnum í sterkari kantinum. Þeirra á meðal eru Adams, Ponomariov, Carlsen og Judit Polgar. Þessu er ekki leikið nema í 1,6% allra skáka þar sem telft er Najdorf afbrigði.

6...Rc6! Í stuttu máli þá er þetta ástæðan fyrir því að 6.Bd3 er sjaldséð. Hins vegar ber að minnast á að eftir hið eðlilega framhald 6...e5 7.Rde2 Rbd7 8.0-0 b5?! 9.Bg5 Be7 virðist allt vera í lagi fyrir svartan en hinn óvenjulegi leikur 10.b4! á vel við hér. Eftir 6...Rc6 kemur þá annað hvort 7.Rxc6 bxc6 8.0-0 g6! eða 7.Rb3 þar sem svartur getur valið um að tefla í Scheveningen stíl með 7...e6 eða dreka stíl með 7...g6 þar sem biskupinn er klunnalega staðsettur í báðum tilfellum.

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
c8 svartur biskup
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
d6 svart peð
e6 svart peð
f6 svartur riddari
d4 hvítur riddari
e4 hvítt peð
g4 hvítt peð
c3 hvítur riddari
h3 hvítt peð
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
h1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
6.h3 e6 7.g4

Þetta afbrigði varð þekkt eftir að Fischer sigraði Najdorf og Reshevsky með afbrigðinu. Afbrigðið hefur verið notað meðal annars af Carlsen, Karjakin, Mammadyarov og Svidler. Það er þó sjaldgæft og aðeins teflt í 1,4% tilvika sem Najdorf afbrigði kemur upp. Hugmynd hvíts er að leika g4 og Bg2 en það virkar sérstaklega vel eftir 6...e5?! 7.Rde2 Rbd7 8.g4 þar sem hvítur hefur sparað sér einn leik miðað við 6.g3 afbrigðið hér að ofan.

abcdefgh
8
a8 svartur hrókur
b8 svartur riddari
d8 svört drottning
e8 svartur konungur
f8 svartur biskup
h8 svartur hrókur
b7 svart peð
f7 svart peð
g7 svart peð
h7 svart peð
a6 svart peð
e6 svartur biskup
f6 svartur riddari
d5 svart peð
e5 svart peð
e4 hvítt peð
g4 hvítt peð
b3 hvítur riddari
c3 hvítur riddari
a2 hvítt peð
b2 hvítt peð
c2 hvítt peð
f2 hvítt peð
h2 hvítt peð
a1 hvítur hrókur
c1 hvítur biskup
d1 hvít drottning
e1 hvítur konungur
f1 hvítur biskup
g1 hvítur hrókur
8
77
66
55
44
33
22
11
abcdefgh
Najdorf afbrigði eftir hinn stórglæsilega 6.Hg1 e5 7.Rb3 Be6 8.g4 d5!

Besta svar svarts við 6.h3 er 6...e6 og eftir 7.g4 koma annað hvort 7...b5! eða 7...d5!.

Þetta er bæði sjaldgæfasta og furðulegasta afbrigði hinna og sjaldgæfu/furðulegu afbrigða Najdorf afbrigðis. Þótt þetta afbrigði hafi aflað sér meiri vinsælda á síðustu árum en það hafði áður er því ekki leikið nema í 0,036% tilvika þar sem Najdorf afbrigði kemur upp. Þrátt fyrir að afbrigðið sé svona sjaldséð er það virt lína og hefur það verið notað af Ivanchuk, Adams, Leko og Judit Polgar.

Hugmyndin á bak við 6.Hg1 er að hrekaja svarta riddarann á f6 frá miðjunni með því að leika g4-g5 og fylgja því svo eftir með kóngsárás. Afbrigðið svipar mjög til Keres árásar gegn Scheveningen afbrigði sikileyjarvarnar en hún er einmitt talin hið rétta svar við Scheveningen afbrigðinu.

Eftir 6.Hg1 hefur svartur þrjá helstu möguleika en þeir eru: 6...e5, 6...e6 og 6...b5. Dæmigerð lína væri 6...e5 7.Rb3 Be6 8.g4 d5!. Svartur svarar kóngssókninni með gagnárás á miðborðið. Það er frekar algengt í skák að ef andstæðingur gerir vængárás þá skuli henni svarað með miðborðssókn.

Frekari lestur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Kosten, Tony; Gormally, Danny (1999). Easy Guide to the Najdorf. Everyman Chess. ISBN 1857445295.
  • King, Daniel (2002). Winning With the Najdorf. Sterling Pub Co Inc. ISBN 0713470372.
  • Emms, John (2003). Play the Najdorf: Scheveningen Style. Everyman Chess. ISBN 1-85744-323-3.
  • de Firmian, Nick; Fedorowicz, John (2004). The English Attack. Sterling. ISBN 978-0945806141.
  • Gallagher, Joe (2006). Starting Out: Sicilian Najdorf. Everyman Chess. ISBN 978-1857443929.
  • Palliser, Richard (2007). Starting Out: Scilian Najdorf. Everyman Chess. ISBN 978-1-85744-601-2.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]