Egill Ólafsson (f. 9. febrúar 1953) er íslenskur söngvari, leikari, laga- og textahöfundur. Eiginkona hans er Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Egill kom fram á sjónarsviðið 1975, fyrst með Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum og Hinum íslenzka Þursaflokki.
Í leikhúsi hóf hann störf 1976 í sýningu Gullna hliðsins hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita á íslensku leiksviði, sem og í íslenskum, þýskum og skandínavískum kvikmyndum.
Egill hefur samið tónlist fyrir bæði leikhús og kvikmyndir. Hann hefur gefið út 14 sólóplötur eða samvinnuplötur.